Umhverfisstefna Heima & Skipulags
Öll skipulagsbox sem Heima & Skipulag selur, hvort sem um ræðir þar til gerð matvælabox eða önnur box sem geta komist í snertingu við matvæli eru úr öruggu plastefni og BPA frí. Við leggjum mikið upp úr endingargóðum vörum á góðu verði og eru allar vörurnar okkar fjölnota. Vörurnar okkar eru samþykktar af Matvælastofnun Íslands (MAST).
Heima & Skipulag flokkar plast, pappa og annan úrgang sem fylgir rekstrinum til endurnýtingar eða endurvinnslu. Við vinnum markvisst að því að draga úr úrgangi.
Matvælaboxin okkar eru úr PET og/eða PP plasti.
Polythylene terephthalate betur þekkt sem PET er óvirkt og skaðlaust efni. PET er vel þekkt um allan heim þar sem það er eitt mest notaða endurvinnsluefni á jörðinni. Sífellt fleiri vörum er pakkað með þessum tegundum efna þökk sé þeim eiginleikum sem það hefur en þau eru óbrjótanleg, létt, vatnsheld og endurvinnanleg. PET er viðurkennt af heilbrigðisyfirvöldum sem öruggt plast og vinalegri gerð af plasti og er það ein af ástæðunum fyrir því að það er svo almennt notað í umbúðum matvæla og drykkjar. PET er hreinlegt og almennt ónæmt fyrir árásum baktería og annarra örvera.
Pólýprópýlen eða betur þekkt sem PP er næst mest notaða plast í heiminum á eftir PET. PP plast er notað í umbúðir á matvælum líkt og PET en þetta efni hentar einnig til endurvinnslu. Helstu einkenni PP plasts eru að það er höggþolið, mikið hitaþol, hrein áferð (ekki eitruð), litlaust og lyktarlaust.