Umhverfisstefna heima & skipulag

Öll skipulagsbox sem Heima & Skipulag selur, hvort sem um ræðir þar til gerð matvælabox eða önnur box sem geta komist í snertingu við matvæli eru úr öruggu plastefni og BPA frí. Við leggjum mikið upp úr endingargóðum vörum á góðu verði og eru allar vörurnar okkar fjölnota. Vörurnar okkar eru samþykktar af Matvælastofnun Íslands (MAST). 

Heima & Skipulag flokkar plast, pappa og annan úrgang sem fylgir rekstrinum til endurnýtingar eða endurvinnslu. Við vinnum markvisst að því að draga úr úrgangi.
Heima & skipulag hefur nú hannað nýjar og umhverfisvænar umbúðir utan um flest box. Umbúðirnar eru framleiddar hjá umhverfisvottaðri prentsmiðju hér á Íslandi en í okkar umbúðum eru ekki notuð nein eitruð eða skaðleg efni. Viðskiptavinir eru hvattir til að flokka umbúðir rétt. 

 

Matvælaboxin okkar eru úr PET og/eða PP plasti. 

Polythylene terephthalate betur þekkt sem PET er óvirkt og skaðlaust efni. PET er vel þekkt um allan heim þar sem það er eitt mest notaða endurvinnsluefni á jörðinni. Sífellt fleiri vörum er pakkað með þessum tegundum efna þökk sé þeim eiginleikum sem það hefur en þau eru óbrjótanleg, létt, vatnsheld og endurvinnanleg. PET er viðurkennt af heilbrigðisyfirvöldum sem öruggt plast og vinalegri gerð af plasti og er það ein af ástæðunum fyrir því að það er svo almennt notað í umbúðum matvæla og drykkjar. PET er hreinlegt og almennt ónæmt fyrir árásum baktería og annarra örvera.

Pólýprópýlen eða betur þekkt sem PP er næst mest notaða plast í heiminum á eftir PET. PP plast er notað í umbúðir á matvælum líkt og PET en þetta efni hentar einnig til endurvinnslu.  Helstu einkenni PP plasts eru að það er höggþolið, mikið hitaþol, hrein áferð (ekki eitruð), litlaust og lyktarlaust.

                                                                                             

Afhverju skipulagsvörur? 

Okkur fannst vöntun á skemmtilegum, stílhreinum og tímalausum skipulagsvörum hér á landi. Góðar og stílhreinar skipulagsvörur hvetja fólk til að skipuleggja á heimilum sínum, en verkefnið verður skemmtilegt þegar maður veit að útkoman verður falleg. Gott skipulag auðveldar aðgengi að eigum þínum, þú eyðir minni tíma í heimilisstörf og hefur þessvegna meiri frítíma. Með því að skipuleggja eigur þínar getur þú komið í veg fyrir óþarfa eyðslu. 

Heima & skipulag er með gott og sístækkandi vöruúrval. Einar mest seldu vörurnar okkar frá upphafi eru skipulagsbox fyrir ísskápa og þurrvörur. Með því að skipuleggja matvæli og hafa yfirsýn yfir hvað er til getur þú sparað í matarinnkaupum og komið þannig í veg fyrir matarsóun. Talið er að þriðjungur af framleiddum mat til manneldis eyðileggist eða sé sóað en það er um 1, 3 milljarður tonna á ári hverju. Þetta er ekki einungis sóun á mat heldur á fjármunum, en heimili og stóreldhús kaupa oftar en ekki of mikið af mat. Það er því bæði umhverfislegur og fjárhagslegur ávinningur af því að minnka matarsóun. 

Afhverju glær box?

Heima & Skipulag leggur áherslu á glærar skipulagsvörur og þá sérstaklega í eldhúsinu, vöruúrvalið spannar þó fleiri liti og gerðir. Glær box auðvelda þér að sjá það sem er til og það er megin ástæðan fyrir minni matarsóun ásamt því að það einfaldar matarinnkaupin að vita hvað er til. Það að sjá hvaða matur er til hvetur þig frekar til að nýta matinn áður en hann skemmist eða hlaupa til og kaupa óþarfa. 

Shopping Cart