Um okkur
Heima & skipulag var stofnað árið 2021 af Sóleyju Ósk Hafsteinsdóttur. Hún er tveggja barna móðir sem lifir minimalískum lífssíl. í dag leggur hún mikið upp úr því að eyða sem mestum tíma með fjölskyldunni sinni og takmarka hversu mikill óþarfa tími fer í skipulag, tiltekt og þrif.
Í kjölfarið tók hún lífstíl fjölskyldunnar í geng og losaði sig við allskyns óþarfa dót og kom virkilega góðu skipulagi á heimilið. Þar af leiðandi fór mun minni tími í að taka til og hafði hún betra aðgengi að eigum sínum. Með betri yfirsýn yfir það sem hún átti fór hún ósjáfrátt að spara meiri pening og kom í veg fyrir óþarfa eyðslu.
Með tvo unga drengi á heimilinu kviknaði áhugi á endurnýtingu og fá hlutina til að nýtast sem best. Hún hóf einnig að sporna geng matarsóun og fór þá að skipuleggja matarinnkaup fjölskyldunnar betur. Með betra skipulagi í eldhúsinu hefur hún meiri yfirsýn yfir þau matvæli sem til eru og kemst upp með færri búðarferðir og reynir frekar að nýta það sem til er.
Í ágúst árið 2020 opnaði hún Instagram reikning og deildi áhuga sínum á skipulagi og einfaldari lífstíl með fylgjendum sínum. Margir sýndu því áhuga og sá hún skort á fallegum, tímalausum og endingargóðum skipulagsvörum tengdum heimilinu. Þar kviknaði hugmyndin að vefsíðunni Heima & skipulag ehf.

betra skipulag
Með betra skipulagi kemur þú röð og reglu á heimilið og auðveldar aðgengi að eigum þínum.

Meiri frítími
Gott skipulag getur takmarkað þann tíma sem fer í heimilisstörf og veitt þér meiri frítíma.

sparnaður
Með betri yfirsýn yfir eigur sínar nýtir þú það sem þú átt og kemur í veg fyrir óþarfa eyðslu.