Eftirfarandi skilmálar gilda um öll þau viðskipti sem eiga sér stað í gegnum vefsíðuna heimaskipulag.is
Helstu upplýsingar um Heima & Skipulag ehf:
Háholt 14, 220 Hafnarfjörður
Kt. 680621-0710
Vsk. númer: 141645
s. 868-9600
Millifærslu upplýsingar: 0133-26-003564
Sendingarkostnaður og afhending:
Frí sending er á næsta afhendingarstað þegar pantað er fyrir 15.000kr eða meira.
Sending á næsta afhendingarstað á pöntunum undir 15.000kr kosta 800kr.
Heimsendingar kosta 1350kr hvert á land sem er.
Vikir dagar:
Allar pantanir sem berast fyrir kl 13:00 eru afgreiddar og afhendar á Dropp afhendingarstað sama dag á milli kl 16-20 á Höfuðborgarsvæðinu og sendingar á landsbyggðina eru tilbúnar til afhendingar eftir 1-2 virka daga.
Allar pantanir sem berast eftir kl 13:00 eru afgreiddar og afhendar á Dropp afhendingarstað næsta virka dag á milli kl 16-20 á Höfuðborgarsvæðinu og sendingar á landsbyggðina eru tilbúnar til afhendingar eftir 1-3 virka daga.
Laugardagar:
Allar pantanir sem berast fyrir kl 11:00 eru afgreiddar og afhendar á Dropp afhendingarstað sama dag á milli kl 16-20 á Höfuðborgarsvæðinu og sendingar á landsbyggðina eru tilbúnar til afhendingar eftir 1-2 virka daga.
Allar pantanir sem berast eftir kl 11:00 eru afgreiddar og afhendar á Dropp afhendingarstað næsta virka dag á milli kl 16-20 á Höfuðborgarsvæðinu og sendingar á landsbyggðina eru tilbúnar til afhendingar eftir 1-3 virka daga.
Sunnudagar/rauðir dagar:
Allar pantanir eru afgreiddar og afhendar á Dropp afhendingarstað næsta virka dag á milli 16-20 á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðina eftir 1-3 daga.
Heimsending:
Kvölddreifing:
Heimsendingar eru afhentar á milli kl. 17:45 og 22:00. Viðtakandi fær skilaboð kl 17:15 með nánari afhendingartíma og getur fylgst með bílstjóranum þegar hann nálgast.
Dagdreifing:
Dagdreifingar eru afhentar á milli kl. 10:00 og 16:00
Við viljum minna viðskiptavini á að starfsmenn Heima & skipulags eru fáir og ef upp kemur mannekla gætu pöntunum verið seinkað um einn dag.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur:
Kaupandi hefur 14 daga til að skila vöru gegn fullri endurgreiðslu. Skilyrði fyrir skilum eru að varan sé ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Sé vara innsigluð skal innsigli hennar vera órofið. Skilafrestur byrjar að líða þegar vara er afhent skráðum viðtakanda. Sé óskað eftir endurgreiðslu skal kvittun fyrir vörukaupum að fylgja með. Sé vara fengin að gjöf eða kvittun ekki til staðar er vara endurgreidd í formi inneignar. Viðskiptavinur ber ábyrgð á að koma vörunni til Heima & Skipulags (Háholt 14, 220 Hafnarfjörður), eða endursenda með Dropp/Póstinum. Endursendingarkostnaður bætist við samkvæmt verðskrá Dropp og er breytilegur eftir landshlutum.
Hægt er að óska eftir skilum með því að senda email á [email protected] eða hafa sambandi við okkur í síma 868-9600 milli kl.10-15 alla virka daga.
Vöruskipti:
Sé óskað eftir því að skipta/skila ógallaðri vöru í aðra vöru eða fá inneignarkóða/endurgreiðslu, ber viðskiptavini að koma vörunni til Heima & Skipulags á sinn kostnað.
Ef notast er við Dropp eða Póstinn ber viðskiptavini að greiða endursendingar/sendingarkostnaðinn, einnig er hægt að draga kostnaðinn frá inneigninni.
Gölluð vara:
Komi upp sú staða að kaupanda berist gölluð vara er honum boðin ný vara í staðin. Sé varan ekki til á lager er hún endurgreidd að fullu eða kaupanda boðin önnu sambærileg vara í staðin. Endursendingar/sendingarkostnaður er á ábyrgð Heima & Skipulags.
Verð, skattar og gjöld:
Athugið að öll verð sem gefin eru upp í netversluninni eru með 24% virðisaukaskatti. Verð eru gefin upp með fyrirvara um mistök eða prentvillur og áskilur Heima & Skipulag sér rétt á að hætta við pantanir vegna rangra verðupplýsinga. Athugið að verð geta breyst án fyrirvara.
Greiðslur:
Greiðslur með korti fara í gegnum örugga greiðslugátt SaltPay (saltpay.is) sem hafa hlotið PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottun.
heimaskipulag.is býður viðskiptavinum sínum einnig að greiða í gegnum Netgíró og millifærslu.
Trúnaður:
Heima & Skipulag ehf. heitir fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Lög og varnarþing:
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur. Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law. ogpj