Um okkur

Heima & skipulag var stofnað árið 2021 af Sóleyju Ósk Hafsteinsdóttur. Hún er tveggja barna móðir sem lifir minimalískum lífssíl. í dag leggur hún mikið upp úr því að eyða sem mestum tíma með fjölskyldunni sinni og takmarka hversu mikill óþarfa tími fer í skipulag, tiltekt og þrif. Með skipulagðara heimili fór mun minni tími í að taka til og hafði hún betra aðgengi að eigum sínum. Með betri yfirsýn yfir það sem hún átti fór hún ósjáfrátt að spara meiri pening og kom í veg fyrir óþarfa eyðslu. Með tvo unga drengi á heimilinu kviknaði áhugi á endurnýtingu og fá hlutina til að nýtast sem best. Hún hóf einnig að sporna geng matarsóun og fór þá að skipuleggja matarinnkaup fjölskyldunnar betur. Með betra skipulagi í eldhúsinu hefur hún meiri yfirsýn yfir þau matvæli sem til eru og kemst upp með færri búðarferðir og reynir frekar að nýta það sem til er. Í ágúst árið 2020 opnaði hún Instagram reikning og deildi áhuga sínum á skipulagi og einfaldari lífstíl með fylgjendum sínum. Margir sýndu því áhuga og sá hún skort á fallegum, tímalausum og endingargóðum skipulagsvörum tengdum heimilinu. Þar kviknaði hugmyndin að vefsíðunni Heima & skipulag ehf.

Afhverju skipulagsvörur? 

Okkur fannst vöntun á skemmtilegum, stílhreinum og tímalausum skipulagsvörum hér á landi. Góðar og stílhreinar skipulagsvörur hvetja fólk til að skipuleggja á heimilum sínum, en verkefnið verður skemmtilegt þegar maður veit að útkoman verður falleg. Gott skipulag auðveldar aðgengi að eigum þínum, þú eyðir minni tíma í heimilisstörf og hefur þessvegna meiri frítíma. Með því að skipuleggja eigur þínar getur þú komið í veg fyrir óþarfa eyðslu. 

Afhverju glær box?

Heima & Skipulag leggur áherslu á glærar skipulagsvörur og þá sérstaklega í eldhúsinu, vöruúrvalið spannar þó fleiri liti og gerðir. Glær box auðvelda þér að sjá það sem er til og það er megin ástæðan fyrir minni matarsóun ásamt því að það einfaldar matarinnkaupin að vita hvað er til. Það að sjá hvaða matur er til hvetur þig frekar til að nýta matinn áður en hann skemmist eða hlaupa til og kaupa óþarfa.

Heima & skipulag er með gott og sístækkandi vöruúrval. Einar mest seldu vörurnar okkar frá upphafi eru skipulagsbox fyrir ísskápa og þurrvörur. Með því að skipuleggja matvæli og hafa yfirsýn yfir hvað er til getur þú sparað í matarinnkaupum og komið þannig í veg fyrir matarsóun. Talið er að þriðjungur af framleiddum mat til manneldis eyðileggist eða sé sóað en það er um 1, 3 milljarður tonna á ári hverju. Þetta er ekki einungis sóun á mat heldur á fjármunum, en heimili og stóreldhús kaupa oftar en ekki of mikið af mat. Það er því bæði umhverfislegur og fjárhagslegur ávinningur af því að minnka matarsóun. 

 

Betra skipulag

Með betra skipulagi kemur þú röð og reglu á heimilið og auðveldar aðgengi að eigum þínum. 

Meiri frítími

Gott skipulag getur takmarkað þann tíma sem fer í heimilisstörf og veitt þér og fjölskyldunni meiri frítíma. 

Sparnaður

Með betri yfirsýn yfir eigur sínar nýtir þú það sem þú átt og kemur í veg fyrir óþarfa eyðslu. 

Shopping Cart
Skrá mig á biðlista Við munum hafa samband við þig þegar varan kemur til okkar.