Stafnanlegar skúffur fyrir ísskáp/frysti eða annað skipulag. Sniðug lausn ef innbyggðu skúffurnar í ísskápnum duga ekki eða vantar auka pláss fyrir ávexti, grænmeti, álegg eða mjólkurafurði. Boxin koma með nokkrum götum efst á boxinu en hægt er að ráða hvort boxið sé alveg lokað eða loftað. Hægt er að taka skúffuna alveg úr boxinu.